Kynning á framlengingu samnings við FRV
Þriðjudaginn 21. apríl 2015 fer fram kynning og greidd atkvæði um framlengingu kjarasamnings Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ við FRV.
Fundurinn verður að Engjateigi 9, kl. 17:30.
Eftirtalin atriði eru tiltekin í framlengingu samningsins:
1) Gildistími framlengingar er til og með 29. febrúar 2016.
2) Laun hækka um 3,5% frá og með 1. apríl 2015.
3) Í október 2015 verður launaliður samningsins tekinn til endurskoðunar auk samningsbundinna réttinda, enda er það sameiginlegur vilji samningsaðila að tryggja samkeppnishæf kjör þeirra sem samningurinn nær til.
Kjaranefnd skorar á alla félagsmenn að mæta og greiða atkvæði.
Upplýsingar um gildandi samning við FRV.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla