Rýni 2015 Gautaborg - Malmö

5. jún. 2015

Ágætu tæknifræðingar og verkfræðingar.

RÝNISFERÐIR  TFÍ fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust 1998 hafa frá upphafi 

notið mikilla vinsælda og nú er stefnt á 16. ferðina. Undirbúningur Rýnisferðar 2015 sem  

farin verður til Gautaborgar og Malmö  21. 25. september er á lokastigi. 

 Ferðatilhögun:  

  • Verkfræðistofan WSP sem er með 400 manna skrifstofu i Gautaborg.

             http://www.wspgroup.com/en/WSP-Sweden/

  • Framvæmdir við 1.5 km opnanlega lestarbrú.

                    http://www.skanska.se/sv/om-skanska/pressmeddelande/nyhet/?nid=VYjFkW0y

  • Hátæknifyritæki í Gautaborg

  • Háskólinn í Lundi

  • Uppbygging miðbæjarins í Malmö

    Kostnaður:

    Kostnaður við ferðina er áætlaður um 130  þús kr. í tveggja manna herbergi og um  170 þús kr. í eins manns herbergi. Innifalið  flug, hótelgisting með morgunmat, skoðunarferðir o.fl

     Skráningar

    Tekið verður við skráningum frá og með fimmtudeginum 18. júní kl. 9:00 á 

    netfangið:  skrifstofa@verktaekni.is

    Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær.  Eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram við skráningu: Nafn – Kennitala –Netfang  Félagsaðild

     Skráningar sem berast fyrir þennan tíma eru ekki teknar gildar.  

    Að loknum 65 skráningum eða eigi síðar en 25. júni verður send út beiðni um
    greiðslu staðfestingargjalds sem er kr. 25.000 á farþega sem greiða skal innan sjö daga. 

    Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema takist að fylla í sæti hjá þeim sem kynnu að forfallast.

    Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum TFÍ  og VFÍ ásamt mökum. 

    Gert er ráð fyrir að kynningarfundur fyrir þátttakendur verði í lok águst.

     

    Heimasíða Rýnisferða er:  http://www.rynisferdir.net/

     

    Fararstjórn

    Hreinn ólafsson

    Jóhannes Benediktsson

    Haraldur Sigursteinsson