Dagur verkfræðinnar - glærur
Dagur verkfræðinnar - haldinn 10. apríl 2015.
Dagur verkfræðinnar var haldinn í fyrsta sinn 10. apríl og þótti takast einstaklega vel en rúmlega 200 manns sóttu ráðstefnu á Hilton Nordica. Dagur verkfræðinnar verður árviss viðburður og er markmiðið að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.
Á ráðstefnunni voru spennandi og fjölbreyttir fyrirlestrar. Að þessu sinni var athyglinni beint að viðfangsefnum verkfræðinga á tveimur sviðum. - Við verðmætasköpun og á sviði heilbrigðismála. Í lok dags voru kynnt verkefni sprotafyrirtækja og ungra frumkvöðla á sviði verkfræði.
Glærur flestra fyrirlesara má nálgast hér fyrir neðan.
Dagur verkfræðinnar föstudaginn 10. apríl 2015 – Hilton Nordica
Salur A Verðmætasköpun og verkfræði |
Salur B Heilbrigðistengd verkfræði |
Vöktun á verðmætum: Hvernig tækninýjungar geta opnað nýja möguleika. Erlingur Brynjúlfsson verkfræðingur, Controlant. |
Landspítali framtíðarinnar. Ingólfur Þórisson verkfræðingur og framkv.stj. Rekstrarsviðs LSH. |
Nýting og virði sjávarafurða Sigurjón Arason verkfræðingur, Matís. |
Upplýsingatækni á nútímasjúkrahúsi. Björn Jónsson verkfræðingur og deildarstjóri Heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar LSH. |
Rannsóknir Verkfræðistofnunar HÍ Guðmundur Freyr Úlfarsson verkfræðingur, Verkfræðistofnun HÍ. |
Ný lækningatæki og tækniinnviðir sjúkrahúsa. Gísli Georgsson verkfræðingur, Heilbrigðis- og upplýsingatæknideild LSH. |
Jóhanna H. Árnadóttir verkfræðingur og stundakennari við HR. |
Nýjar spítalabyggingar. Aðalsteinn Pálsson verkfræðingur og deildarstjóri Fasteignadeildar Rekstrarsviðs Landspítala. |
Kaffihlé | Kaffihlé |
Sundhöllin Holmen í Asker, Noregi Flosi Sigurðsson verkfræðingur, Verkís. |
Vefjaverkfræði Ólafur E. Sigurjónsson, forstöðumaður grunnrannsóka og nýsköpunar hjá Blóðbankanum, dósent við HR. |
Fjölbreytt hlutverk verkfræðinga Ólöf Kristjánsdóttir verkfræðingur, Mannvit. |
Þrívíddarprentun við skurðaðgerðir Paolo Gargiulo verkfræðingur, sérfræðingur á LSH og dósent við HR. |
Vitið í vindinum. Birta Kristín Helgadóttir verkfræðingur, Efla. |
Sound of Vision. Rúnar Unnþórsson, lektor við Iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild HÍ. |
Stuttar kynningar á nýsköpunarverkefnum ungra verkfræðinga. Klak Innovit. | Stuttar kynningar á nýsköpunarverkefnum ungra verkfræðinga. Klak Innovit |
Stjórn: Sveinbjörn Pálsson verkfræðingur, Tempo. |
Stjórn: Stefán B. Sigurðsson prófessor og fyrrum rektor HA. |
- Næsta færsla
- Fyrri færsla