Ráðstefna um vistorku

Hofi Akureyri

16. okt. 2015

Norðurlandsdeildir VFÍ og TFÍ standa fyrir ráðstefnu um vistorku í Hofi á Akureyri föstudaginn 23.október næstkomandi frá kl 9-12:30.

Við hvetjum alla félagsmenn á svæðinu til að mæta og hlusta á áhugaverða fyrirlestra tengda vistorku, m.a. verður fjallað nýsköpun í vistorku og um fyrirtæki á svæðinu sem vinna frumkvöðlastarf í framleiðslu á vistvænum orkugjöfum.

Dagskrá ráðstefnunnar.

 Allir velkomnir en óskað er eftir skráningum á netfangið eva@wise.is