Staðan í kjaramálum

15. mar. 2016

Kynningarfundur um nýjan kjarasamning við FRV verður haldinn mánudaginn 21. mars kl. 17:20 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.

Gagnvart Samtökum atvinnulífsins er rétt að líta til lágmarkshækkana sbr. SA-ASÍ kjarasamningi sem eru 6,2% frá 1. janúar 2016 og hann gildir til 2019 með viðbótarhækkunum 2017 og 2018. Hann hefur áhrif á heildarhreyfingu launa á almenna markaðanum og þar af leiðandi á markaðslaun verkfræðinga. Jafnframt var samið um hækkanir á framlagi í lífeyrissjóð.

Samningum er lokið við RARIK og samningur samþykktur í atkvæðagreiðslu. Samningur við ríki var samþykktur á kynningar- kjörfundi 23. nóvember. Kjarasamningur við Landsvirkjun var samþykktur með kosningu.

Yfirlit samningaviðræðna

RARIK
Samningur samþykktur í atkvæðagreiðslu.

Ríki og Reykjavíkurborg
Samningur við ríki var samþykktur 23. nóvember á vel sóttum kynningar- og kjörfundi.
Nýr samningur við Reykjavíkurborg liggur fyrir.

Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV)
Boðað til kynningarfundar og atkvæðagreiðslu mánudaginn 21. mars.

 OR, OR-veitur og ON
Nýr samningur var undirritaður í desember 2015.

Samninganefnd sveitarfélaga

Viðræður hófust  í janúar 2016.