Rósaboð Kvennanefndar VFÍ 2016

18. jan. 2016

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9.


Konum sem útskrifuðust með próf í verkfræði á árinu 2015 verður færð rós í tilefni áfangans. Við bjóðum öllum félagskonum VFÍ að koma og fagna með þeim nýútskrifuðu og bjóða þær velkomnar í hópinn með þessum táknræna hætti.

Fjöldbreytt dagskrá er í boði. Anna Hulda Ólafsdóttir, verkfræðingur, fyrrum Norðurlandameistari í ólympískum lyftingum og vísindamaður ársins 2015 (IPMA), mun deila sögum af reynslu sinni. Auk þess mun djasstríó skipað músíkölskum verkfræðingum flytja lifandi tónlist.

Þetta er kjörinn vettvangur til þess að kynnast félaginu betur, hitta aðrar konur úr sömu starfsstétt, stækka tengslanetið og gæða sér á gómsætum veitingum!

Skráning:

https://docs.google.com/forms/d/1XzOGbTpvmmJl2v_JNTCgzvIoc7X_ZzJcWoU4t66b4h8/viewform