Heimsókn á Keflavíkurflugvöll

Í boði ISAVIA

26. jan. 2016

Ferð á Keflavíkurflugvöll, næstkomandi föstudag 29. janúar, brottför frá Engjateigi 9 kl. 14:30.

Byggingarverkfræðingadeild VFÍ (BVFÍ) stendur fyrir heimsókn á Keflavíkurflugvöll í boði Isavia.

Starfsmenn Isavia munu kynna þróunaráætlun vallarins og fyrirhugaða uppbyggingu hans næstu 25 árin.  Farið verður yfir hvað er í bígerð á næstunni ásamt núverandi framkvæmdum við stækkun flugstöðvarinnar til austurs.  Einnig verður kynnt BIM hönnun á nýjustu stækkun flugstöðvarinnar.

Lagt verður af stað frá Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9 kl. 14:30, föstudaginn 29. janúar. Gert er ráð fyrir að heimsóknin sjálf standi til 17:30.
Veitingar verða í boði Isavia.

Mikilvægt er að skrá sig í ferðina innan tilsetts tíma þar sem skila þarf lista með nöfnum og kennitölum gesta til Isavia.

 Skráning fer fram í gegnum skrifstofu VFÍ með tölvupósti á netfangið skrifstofa@verktaekni.is eða símtali í númerið 535 9300. 
Skráningu í ferðina lýkur kl. 12:00 fimmtudaginn 28. janúar.

Mæta þarf í ferðina með vegabréf eða ökuskírteini.  Debet- og kreditkort eru ekki gild skilríki.