Aðalfundur VFÍ 2016
Verður haldinn föstudaginn 8. apríl.
Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn föstudaginn 8. apríl kl. 16 í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9.
Sjálfkjörið er í stjórnir félagsins en tillögur fyrir aðalfund og framboð til stjórnar áttu að berast fyrir 15. febrúar.
Dagskrá aðalfundar VFÍ samkvæmt 20. grein félagslaga
Á aðalfundi skulu tekin fyrir þessi mál:
1. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu ári
2. Reikningsskil
3. Fjárhagsáætlun og ákvörðun félagsgjalda
4. Tillögur félagsstjórnar
5. Lýst kosningu stjórnar
6. Kjör endurskoðanda og skoðunarmanns
7. Lýst kosningu í stjórn Kjaradeildar félagsins
8. Lýst kosningu í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi
9. Laun formanns og stjórnarmanna
10. Lagabreytingar
11. Önnur mál
Breyting á lögum VFÍ
Stjórn leggur til breytingu á lögum félagsins. Hún varðar aðild ungfélaga á þann hátt að ekki verði skilyrði að þeir hafi lokið einu ári í námi heldur að þeir stundi nám. Þar með geta nemendur á fyrsta ári orðið ungfélagar.
Núgildandi 4. grein
4. gr. Skilyrði um félagsaðild
Almennir félagar geta orðið:
1. Þeir sem lokið hafa viðurkenndri prófgráðu í verkfræði, svo og þeir sem lokið hafa viðurkenndri prófgráðu í þeim vísindagreinum sem verkfræðin byggist á, s.s. eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði.
2. Stjórn félagsins getur boðið fræðimönnum í raunvísindum og framkvæmdamönnum að gerast almennir félagar, enda mæli sérstakar ástæður með því. Stjórnin tekur endanlega afstöðu til slíkra umsókna.
Verkfræðinemar og nemar í vísindagrein sem verkfræðin byggist á, sem lokið hafa einu námsári af háskólanámi geta orðið ungfélagar. Ungfélagar hafa takmörkuð réttindi og skyldur meðan þeir stunda námið.
Ný 4. grein (breytingar feitletraðar)
4. gr. Skilyrði um félagsaðild
Almennir félagar geta orðið:
1. Þeir sem lokið hafa viðurkenndri prófgráðu í verkfræði, svo og þeir sem lokið hafa viðurkenndri prófgráðu í þeim vísindagreinum sem verkfræðin byggist á, s.s. eðlisfræði, efnafræði og stærðfræði.
2. Stjórn félagsins getur boðið fræðimönnum í raunvísindum og framkvæmdamönnum að gerast almennir félagar, enda mæli sérstakar ástæður með því. Stjórnin tekur endanlega afstöðu til slíkra umsókna.
Verkfræðinemar og nemar í vísindagrein sem verkfræðin byggist á, sem lokið hafa einu námsári af háskólanámi geta orðið ungfélagar. Ungfélagar hafa takmörkuð réttindi og skyldur meðan þeir stunda námið.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla