Dagur verkfræðinnar 2016

Föstudaginn 1. apríl kl. 13 á Hótel Reykjavík Natura.

25. mar. 2016

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í annað sinn föstudaginn 1. apríl kl. 13 á Hótel Reykjavík Natura (Hótel Loftleiðir).

Fyrir liggur fjölbreytt og spennandi dagskrá, þar sem fyrirlestrar og kynningar fara fram í þremur opnum sölum.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, störf verkfræðinga og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga.

Dagur verkfræðinnar var fyrst haldin í apríl 2015 og þótti takast einstaklega vel.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

Dagskráin.

Skráning.
Dagur verkfræðinnar föstudaginn 1. apríl 2016
Haldinn á Hótel Reykjavík Natura

13:00 Setning
Kristinn Andersen, formaður Verkfræðingafélags Íslands.

13:10 Verkfræðin á Íslandi – framtíðarsýn
Jón Atli Benediktsson, rafmagnsverkfræðingur og rektor Háskóla Íslands.

 

Salur A

Verkfræði skapar verðmæti

Salur B

Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ 75 ára

Andblær – nýtt loftræstikerfi
Jóhannes Loftsson verkfræðingur, Breather Ventilation.
Rafvæðing dreifbýlisins og strengvæðing Pétur Einir Þórðarson verkfræðingur, framkv.stj. Tæknisviðs RARIK.
Hljóðhönnun. – Til hvers?
Ólafur Hjálmarsson verkfræðingur, Trivium ráðgjöf.
Stjórnbúnaður í virkjunum
Valur Knútsson verkfræðingur, Landsvirkjun.
Lauf forks – reiðhjólagafflar úr koltrefjum Eðlisfræðilegar og markaðslegar ástæður velgengni
Benedikt Skúlason verkfræðingur, Lauf Forks.
Útflutningur orkuþekkingar. Frá Grænlandi til Tanzaníu
Guðbjörn Gústafsson verkfræðingur, Verkís.
Tækninýjungar í fiskvinnslu
Helgi Hjálmarsson verkfræðingur, Valka.
Róbótar í raforkukerfum
Eggert Þorgrímsson verkfræðingur, Efla.
Kaffihlé (kl. 14:50 – 15:20) Kaffihlé (kl. 14:50 – 15:20)
Upptekni umhverfissinninn
Snjólaug Ólafsdóttir  verkfræðingur, Andrými ráðgjöf.
Verður Ísland ávallt eyja? Möguleg tenging íslenska raforkukerfisins við umheiminn
Gunnar Tryggvason verkfræðingur, ráðgjafi KPMG.

Vitundarvakning um öryggismál

María Stefánsdóttir verkfræðingur, Mannvit.

 

Fimmta kynslóð farsímakerfa
 Sæmundur Þorsteinsson verkfræðingur, Háskóli Íslands.

Samspil erfiðleikastigs og hugræns vinnsluminnis í flugumferðastjórn
 Eydís Huld Magnúsdóttir verkfræðingur, Háskólinn í Reykjavík.

 

Hjartsláttarmælingar í stórum og smáum villtum dýrum
Ásgeir Bjarnason verkfræðingur, Stjörnu-Oddi.
Pro-Flex – A Novel Prosthetic Foot. – Design and Biomechanical Outcomes Insight  Christophe Lecomte verkfræðingur, Technical Product Lead Feet – R&D Össur. Frumkvöðlar í íðorðasmíð. Kynning á starfi Orðanefndar RVFÍ í 75 ár.
Sigurður Briem verkfræðingur, formaður ORVFÍ.
Stjórn: Sveinbjörn Pálsson verkfræðingur, Tempo. Stjórn: María Sigríður Guðjónsdóttir verkfræðingur, lektor við HR.

 

 

Bíósalur

Rafmagnsverkfræðingadeild VFÍ 75 ára
Ofurtölvur og gagnaver

Íslensk – danska ofurtölvuverkefnið Hafdís Karlsdóttir viðskiptafræðingur, settur Veðurstofustjóri.
The numerical weather forecast for Denmark. – Now produced in Iceland Phd. Thomas Lorenzen, System Analyst, The Danish Meterorological Institute.
Gallaþolin umfremdarhönnun á ofurtölvu Íslands
Þorvaldur E. Sigurðsson verkfræðingur, TESCON.
Ísland – framtíð gagnavera og ofurtölva
Helgi Helgason B.Sc. í verkfræði, Director of Operations, Verne Global.
 
Kaffihlé (kl. 14:50 – 15:20)
 
Nýsköpun - framtíðin
 
Möguleikar þrívíddarprentunar fyrir verkfræðinga
Svavar Konráðsson, nemi í vélaverkfræði.
 
Verkfræðinemar HÍ. Team Spark kappakstursbíllinn.
Verkfræði- og  tæknifræðinemar HR. Team Sleipnir kappakstursbíll og Vélfugl.
 
Stjórn: Vigfús Gíslason verkfræðingur, Veðurstofu Íslands, stallari RVFÍ.
 

 

Léttar veitingar

Allir velkomnir – frítt inn