Aðalfundur VFÍ - Nýr formaður

Met slegið í fjölda umsókna.

8. apr. 2016

Aðalfundur VFÍ var haldinn 8. apríl 2016.  Páll Gíslason  er nýr formaður félagsins. Nýr formaður Kjaradeildar VFÍ er Birkir Hrafn Jóakimsson og  Sveinn I. Ólafsson var endurkjörinn formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi.

Einnig voru kosin í stjórn VFÍ: Snjólaug Ólafsdóttir, Bjarni G.P. Hjarðar og Helgi Þór Ingason, varameðstjórnandi.  Aðrir í stjórn eru: Sveinbjörn Pálsson, María S. Gísladóttir og Guðbjartur Jón Einarsson, varameðstjórnandi. Formenn Kjaradeildar og Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi sitja einnig stjórnarfundi með áheyrnar- og tillögurétt.

Einnig voru kosin í stjórn Kjaradeildar VFÍ:  Kristinn Steingrímsson, Ólafur Vignir Björnsson, Kristín Arna Ingólfsdóttir, varameðstjórnandi og Halldór Árnason varameðstjórnandi til eins árs.  Aðrir í stjórn eru Stefán A. Finnsson og Hlín Benediktsdóttir.

Einnig voru kosin í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi: Gylfi Árnason og Svana Helen Björnsdóttir, varameðstjórnandi. Davíð Á Gunnarsson situr áfram í stjórninni.

Ársskýrsla VFÍ 2015-2016.

Lagabreyting

Lagabreyting um ungfélaga var samþykkt. Hún varðar aðild ungfélaga á þann hátt að ekki verði skilyrði að þeir hafi lokið einu ári í námi heldur að þeir stundi nám. Þar með geta nemendur á fyrsta ári orðið ungfélagar

Afkoma VFÍ á árinu var góð og met var slegið í fjölda umsókna um inngöngu í félagið.

Á myndinni eru talið frá vinstri: Sveinn I. Ólafsson, formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi,  Páll Gíslason formaður VFÍ,  Kristinn Andersen fyrrv. formaður VFÍ, Kári Steinar Karlsson fyrrv. formaður Kjaradeildar VFÍ og Birkir Hrafn Jóakimsson formaður Kjaradeildar VFÍ.