Fengu heiðursviðurkenningu VFÍ

Nýr heiðursfélagi og þrjú fengu heiðursmerki VFÍ.

22. apr. 2016

Helgi Þór Ingason, Júlíus Sólnes og Sigrún Pálsdóttir. Á myndina vantar Guðna Jóhannesson en hann var staddur erlendis þegar heiðurviðurkenningar VFÍ voru afhentar við hátíðlega athöfn.

Æðsta viðurkenning VFÍ

Nýverið var Júlíus Sólnes gerður að heiðursfélaga Verkfræðingafélags Íslands sem er æðsta viðurkenning félagsins. Við sama tækifæri voru þrír einstaklingar sæmdir heiðursmerki félagsins. Þau Guðni A. Jóhannesson, Helgi Þór Ingason og Sigrún Pálsdóttir.

Heiðursfélagi Verkfræðingafélags Íslands er sæmdarheiti, sem aðeins hlotnast mönnum, sem leyst hafa af hendi sérlega mikilsverð störf á sviði félagsmála VFÍ eða frábær verkfræði- eða vísindastörf. Frá árinu 1943 hafa 26 einstaklingar hlotið þessa viðurkenningu.

Heiðursmerkið má veita í viðurkenningarskyni fyrir vel unnin störf á sviði verkfræði eða  vísinda, fyrir framtak til eflingar verkfræðingastéttinni í heild eða fyrir félagsstörf í þágu verkfræðingastéttarinnar. Alls hafa 114 einstaklingar hlotið heiðursmerki VFÍ.

Umsagnir sem ritaðar voru í viðurkenningarskjölin eru hér fyrir neðan.

Júlíus Sólnes

Helgi Þór Ingason

Sigrún Pálsdóttir