Orlofsúthlutun lokið

Greiðslufrestur er til miðnættis 5. maí.

10. maí 2016

Orlofsúthlutun OVFÍ  sumar 2016 er lokið.

Þeir sem fengu úthlutun fengu póst þar um á netfangið sem þeir gáfu upp í umsókninni, og þeir hafa greiðslufrest til miðnættis 5. maí.

Einnig var sendur tölvupóstur til þeirra sem ekki fengu úthlutað og þeir geta frá 6. maí til og með 9. maí bókað þær vikur sem ekki gengu út, þ.e. voru ekki greiddar. Gildir þá reglan fyrstur bókar, fyrstur fær. Úthlutun er ekki staðfest nema greitt sé strax. Þann 10. maí verða allar lausar vikur opnar fyrir alla félagsmenn ef eitthvað verður enn laust og sama regla gildir. - Fyrstur bókar, fyrstur fær.

Hver sjóðfélagi getur keypt allt að 10 gistimiða á almanaksári, þ.e.a.s ef hann hefur ekki fengið orlofshús  - Athugið að hótelmiðar fást ekki endurgreiddir. Sjóðfélögum er bent á að panta gistingu áður en hótelmiðar eru keyptir - Prenta þarf út hvern hótelmiða sem er síðan afhentur við innritun á viðkomandi hótel, miðinn er greiðsla fyrir gistingu.

Nýr bókunarvefur Orlofssjóðsins lofar góðu. - Nokkrir byrjunarörðugleikar voru og við biðjumst velvirðinar á óþægindum sem þeim fylgdu.