Niðurstöður kjarakönnunar 2016

Launaviðtöl borga sig.

11. ágú. 2016

Niðurstöður kjarakönnunar Kjaradeildar VFÍ liggja fyrir. Könnunin er einfaldari en áður og var spurt um laun í febrúar 2016. Með því að skoða laun eftir starfsaldri, lífaldri, fagsviði og starfssviði má nálgast þau markaðslaun sem við eiga fyrir hvern einstakling

Launaviðtöl
Athygli vekur að rúm 47% verkfræðinga og 34% tæknifræðinga fóru í launaviðtal á árinu 2015. Yfirgnæfandi meirihluti, rúm 80%, þeirra sem fóru í viðtal fengu launahækkun í kjölfarið.

Á næstu mánuðum verður félagsmönnum VFÍ og TFÍ boðið á námskeið í launaviðtölum. Þau verða haldin í samstarfi við Endurmenntun HÍ og auglýst á heimasíðum félaganna og með tölvupósti til félagsmanna.  

Kjarakönnun Kjaradeildar VFÍ 2016.

Glærur og upptaka frá morgunverðarfundi um launaviðtöl.