Metfjöldi umsókna

237 nýir félagsmenn á árinu 2015

1. sep. 2016

Það stefnir í metfjölda umsókna um félagsaðild að VFÍ þetta árið. Á síðasta stjórnarfundi VFÍ fengu 33 nýir félagsmenn inngöngu í félagið, þar af sex ungfélagar. Á árinu 2015 voru 237 umsóknir samþykktar og að auki gengu 45 ungfélagar til liðs við félagið. Heildarfjöldi umsókna var þá mun meiri en árið á undan og hafa aldrei verið fleiri. - En það stefnir semsagt í að það met verði slegið. (Mynd: Háskólinn í Reykjavík).

Upplýsingar um félagsaðild.

(Mynd: Háskólinn í Reykjavík).