NIL fundur í Reykjavík

9. sep. 2016

Dagana 7. - 9. september var haldinn norrænn launafundur verkfræðinga og tæknifræðinga, svokallaður NIL fundur sem haldinn er árlega. VFÍ og TFÍ voru gestgjafar að þessu sinni. Þema fundarins var „vinnumarkaður framtíðarinnar". Fjallað var sérstaklega um framleiðni, sveigjanleika og samkeppnishæfni.

Fulltrúar félaganna í Noregi og Danmörku sögðu frá átaki stjórnvalda í að auka framleiðni á vinnumarkaði. Þar er áherslan á m.a. að fjölga þeim sem velja háskólanám í tækni og vísindum, breyta vinnulagi og draga úr þenslu í opinbera geiranum.

Fulltrúi finna lýsti sérstaklega erfiðu efnahagsástandi þar í landi. Ráðist hefur verið í umfangsmiklar breytingar á vinnumarkaði sem skerða kjör launþega m.a. hvað varðar eftirlaunaaldur, vinnutíma, orlof og veikindi.