Samstarfsnefnd VFÍ og TFÍ lýkur störfum

Tillögur að samrunasamningi og lögum liggja fyrir.

13. okt. 2016

Samstarfsnefnd VFÍ – Verkfræðingafélags Íslands og TFÍ – Tæknifræðingafélags Íslands hefur lokið störfum og lagt fyrir stjórnir félaganna tillögur að samrunasamningi og nýjum lögum fyrir sameinað félag tæknifræðinga og verkfræðinga. 

Samstarfsnefndin var sett á laggirnar fyrr á árinu og kynnt með frétt á heimasíðum félaganna í byrjun júlí og í Verktækni. 

Tillögurnar miða við að félögin verði sameinuð undir nafni VFÍ – félagi verkfræðinga og tæknifræðinga og að samruninn eigi sér stað um næstkomandi áramót. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður af fulltrúum félaganna, hann er með fyrirvara um samþykki félagsmanna. Kosið verður um sameininguna í rafrænni  allsherjaratkvæðagreiðslu sem fer fram í nóvember næstkomandi. 

Auk þess kveður samningurinn á um að haldnir verði félagsfundir hjá báðum félögunum þar sem tillögurnar verði kynntar.  Fyrirhugað er að þessir fundir fari fram á  tímabilinu 20. – 27. október næstkomandi. 

Á næstu dögum munu félagsmönnum verða sendar frekari upplýsingar varðandi þessar tillögur, hvernig þær verða útfærðar og hvernig staðið verður að kynningu og atkvæðagreiðslu.

Frekari upplýsingar veita:

Jóhannes Benediktsson formaður TFÍ s: 665 6130, johannes.benediktsson@efla.is

Páll Gíslason formaður  VFÍ s: 664 7000, pg@pg.is

 

Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér vel kynningargögnin sem þeim munu berast í tölvupósti.
Hægt verður að senda fyrirspurnir til skrifstofunnar þegar gögnin hafa verið send út. Facebook síður félaganna verða nýttar til umræðu og skoðanaskipta. - Það er því um að gera að líka við VFÍ á Facebook.

https://www.facebook.com/vfi.1912/