Kosið um sameiningu - kynningarefni

Rafræn atkvæðagreiðsla fer fram 5. - 11. nóvember.

17. okt. 2016

Stjórnir VFÍ og TFÍ hafa samþykkt að láta fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu um sameiningu félaganna. Atkvæðagreiðslan verður 5. - 11. nóvember. Fram að þeim tíma verða hugmyndir um sameiningu kynntar, m.a. á heimasíðum félaganna og á opnum kynningarfundum 26. og 27. október. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að kynna sér vel þau gögn sem liggja fyrir. Ef spurningar vakna er hægt að senda tölvupóst eða leggja fram spurningar á Facebook síðu VFÍ.

Samrunasamningur og lögin

Samrunasamningur VFÍ og TFÍ.

Lög sameinaðs félags.

Sameinað félag mun starfa samkvæmt skipulagi og lögum VFÍ eins og þau eru nú að öðru leyti en því að breyting var gerð á 12. grein. Hún varðar Kjaradeild og er ítarlegri en áður.

Almennur kynningarfundur fyrir félagsmenn VFÍ verður haldinn í Verkfræðingahúsi miðvikudaginn 26. október kl. 17.

(Ítarlegt kynningarefni var sent félagsmönnum og birt á eldri vef VFÍ. Þeir sem vilja nálgast það efni eru vinsamlega beðnir um að senda tölvupóst með slíkri beiðni).