Kjörskrá - Rétt netföng

2. nóv. 2016

Rafræn atkvæðagreiðsla um sameiningu VFÍ og TFÍ fer fram dagana 5. - 11. nóvember. Mikil vinna hefur verið lögð í að hafa kjörskrá sem réttasta. Meðal annars hefur verið sent bréf og/eða hringt í alla þá sem hafa rangt eða ekki skráð netfang í félagaskrá. Félagsmenn sem hafa ekki fengið tölvupóst frá skrifstofunni með upplýsingum um sameiningarmálin eru eindregið hvattir til að hafa samband við skrifstofuna með því að senda tölvupóst: lydiaosk@verktaekni.is eða hringja í síma 535 9300. Félagsvísindastofnun HÍ mun sjá um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar sem hefst sem fyrr segir 5. nóvember.