Ályktun vegna ákvörðunar kjararáðs

Vinnur gegn sátt og stöðugleika á vinnumarkaði.

3. nóv. 2016

Stjórnir Kjaradeildar VFÍ og Kjarafélags TFÍ  hafa sent frá sér ályktun þar sem nýkjörið Alþingi er hvatt til þess að endurskoða úrskurð kjararáðs um launa­kjör æðstu emb­ætt­is­manna þjóðar­inn­ar.

Ályktunin er svohljóðandi:

Stjórnir Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands og Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands hvetja nýkjörið Alþingi til þess að endurskoða úrskurð kjararáðs frá 29. október sl. um launa­kjör æðstu emb­ætt­is­manna þjóðar­inn­ar.

Ákvörðun kjararáðs setur markmið sem sett hafa verið á vinnumarkaði í uppnám og stefnir þeim árangri sem náðst hefur í voða.

Úrskurður kjararáðs er ekki í samræmi við almenna launaþróun í landinu og vinnur gegn sátt og stöðugleika á vinnumarkaði. Það er því afar brýnt að fram fari heildarendurskoðun á lögum um kjararáð með það að markmiði m.a. að bæta verklag og auka gagnsæi.