Atkvæðagreiðsla hafin

7. nóv. 2016

Rafræn atkvæðagreiðsla um tillögu að sameiningu Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands er hafin og henni lýkur kl. 17 næstkomandi föstudag, 11. nóvember. Félagsvísindastofnun HÍ sér um framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og voru kjörseðlar sendir félagsmönnum í tölvupósti laugardaginn 5. nóvember.

 

Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni, það er einfalt mál. Félagslega mikilvægt er fyrir VFÍ að sem flestir greiði atkvæði og taki afstöðu.