Sameining VFÍ og TFÍ um áramót

1. jan. 2017

Um áramótin sameinuðust Verkfræðingafélag Íslands og Tæknifræðingafélag Íslands undir heiti þess fyrrnefnda. Vegna sameiningar sjóða VFÍ og TFÍ verður ekki hægt að senda inn umsóknir í sjóði félagsins í janúarmánuði. Þessi ráðstöfun var tilkynnt félagsmönnum með tölvupósti 21. desember. Athugið að vef TFÍ verður lokað 2. janúar 2017.

Nýr vefur fyrir sameinað félag er í smíðum. Kjaratengdar upplýsingar fyrir tæknifræðinga eru á vef VFÍ. Í því sambandi er rétt að minna á að félögin hafa gert sameiginlega kjarasamninga mörg undanfarin ár.

Ef félagsmenn telja sig ekki finna nauðsynlegar upplýsingar á vef VFÍ má senda fyrirspurn á netfangið: tilkynningar@verktaekni.is

Sameining sjóða - afgreiðsla umsókna

Vegna sameiningar sjóða VFÍ og TFÍ verður ekki hægt að senda inn umsóknir í janúarmánuði.

Er þetta nauðsynleg ráðstöfun til að tryggja öryggi og auðvelda vinnu við félagakerfið vegna sameiningar VFÍ og TFÍ.

Umsóknir sem bárust fyrir 20. desember verða afgreiddar eigi síðar en í byrjun febrúar. Umsóknir sem berast á tímabilinu 20.- 31. desember verða afgreiddar í febrúar.