Árlegt Rósaboð Kvennanefndar VFÍ

Til heiðurs nýjum konum í verkfræði og tæknifræði.

30. jan. 2017

Kvennanefnd Verkfræðingafélags Íslands heldur hið árlega Rósaboð fimmtudaginn 2. febrúar næstkomandi kl. 17-19 í sal Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9.


Konum, sem útskrifuðust með próf í verkfræði eða tæknifræði á árinu 2016, er færð rós í tilefni áfangans. Við bjóðum öllum félagskonum VFÍ að koma og fagna þeim nýútskrifuðu og bjóða þær velkomnar í hópinn með þessum táknræna hætti.

Fjöldbreytt dagskrá er í boði.

Skráning á viðburðinn.


  • Ásta Sigríður Fjeldsted, verkfræðingur hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu McKinsey & Company mun deila sögum af reynslu sinni en Ásta hefur starfað fyrir bæði Tókíó- og Kaupmannahafnarskrifstofu fyrirtækisins. Þar hefur hún einkum sinnt verkefnum í stefnumótun og rekstrarumbótum fyrirtækja en jafnframt haft leiðandi hlutverk í skýrslugerð um úrbætur í efnahagsmálum Japans sem og Íslands. Áður starfaði Ásta hjá tölvurisanum IBM og Össuri.
  • Dúett (með einn verkfræðing innanborðs) flytur lifandi tónlist.

    Við vonumst til að sjá þig því þetta er kjörinn vettvangur til þess að kynnast félaginu betur, hitta aðrar konur úr sömu starfsstétt, stækka tengslanetið og gæða sér á gómsætum veitingum!

Kvennanefnd VFÍ.