Fundur hjá IDA

6. mar. 2017

Formaður og framkvæmdastjóri VFÍ áttu nýverið fund með Lotte Ellegaard sviðsstjóra alþjóðasamskipta og vinnumarkaðar hjá IDA, danska verkfræðinga- og tæknifræðingafélaginu. Tilgangur fundarins var að undirbúa norrænan fund félaga verkfræðinga og tæknifræðinga, Nording, sem verður haldinn í Reykjavík í september. Einnig að fá upplýsingar um tryggingar sem IDA býður sínum félagsmönnum og eru stór liður í markaðsstarfi félagsins.