• Frá afhendinu styrks til hetjanna

NVFÍ: styrkveiting og fundur um raforkumál

Hetjurnar fengu hálfa milljón.

17. maí 2017

Síðasti samlokufundur vetrarins hjá Norðurlandsdeild VFÍ (NVFÍ) var haldinn 11. maí síðastliðinn á Icelandair Hóteli. Í upphafi fundarins var tilkynnt um styrkveitingu til Hetjanna sem er félag sem styrkir langveik börn á Norðurlandi. Á aðalfundi NVFÍ í mars var samþykkt að deildin myndi styrkja Hetjurnar um hálfa milljón króna. Formaður félagsins, Linda Rós Daðadóttir, veitti styrknum viðtöku og var myndin tekin við það tilefni. Með Lindu á myndinni eru sonur hennar, ein af hetjunum á Akureyri og Sigurður Hlöðvesson sem er í stjórn NVFÍ.

Umræðurnar um raforkumál á Norður- og Austurlandi voru afar líflegar og voru félagsmenn mjög ánægðir með fróðlegt erindi hjá Sverri Jan Norðfjörð. Starfsemi NVFÍ hefst svo aftur í haust og er stefnan að blása til haustferðar í september.