Ný skýrsla ANE um siðferði og gervigreind

22. jan. 2021

ANE (Association of Nordic Engineers) hefur gefið út nýja skýrslu: Addressing Ethical Dilemmas in AI: Listening to Engineers. Í skýrslunni eru niðurstöður vinnufundar ("hackathons") sem ANE skipulagði í september 2020 í samstarfi við Data Ethics ThinkDoTank (DataEthics.eu), Institute of Electrical and Electronics Engineers (IEEE) og fulltrúum tölvunarfræðideildar Kaupmannahafnarháskóla. 

Frétt um skýrsluna á vef ANE.

Skýrslan í heild. 

Siðferði og gervigreind hefur verið eitt af megin viðfangsefnum ANE á síðustu árum og má lesa meira um það á vef samtakanna.

Verkfræðingafélag Íslands hefur tekið þátt í starfi ANE frá upphafi árs 2018. Samtökin eru er samstarfsvettvangur félaga verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og öðru af tveimur félögum í Noregi. Hlutverk ANE er að gæta hagsmuna norrænna verkfræðinga og tæknifræðinga bæði innan Norðurlandanna og í alþjóðlegu tilliti. Í dag eru um 500 þúsund félagsmenn í aðildarfélögum ANE.


Fréttin á vef ANE hefst á tilvitnun í grein The Guardian ): "Fleygið reikniritunum!  varð eitt helsta ákallið á árinu 2020 og lýsir óttanum við að mannkynið sé að lúta í lægra haldi fyrir tækninni."