• stjorn_vfi

Ný stjórn Verkfræðingafélags Íslands

Svana Helen Björnsdóttir er formaður VFÍ.

13. maí 2019

Kosið var í stjórn Verkfræðingafélags Íslands í aðdraganda aðalfundar sem var haldinn 11. apríl 2019. Myndin var tekin á fyrsta stjórnarfundinum. Fremri röð frá vinstri: Páll Á. Jónsson formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi, Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ, Hlín Benediktsdóttir meðstjórnandi. Efri röð frá vinstri: Jóhannes Benediktsson varaformaður VFÍ, Birkir H. Jóakimsson formaður Kjaradeildar VFÍ, Anna Beta Gísladóttir varameðstjórnandi og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ. Á myndina vantar Guðrúnu A. Sævarsdóttur, varameðstjórnanda.