Ný stjórn Verkfræðingafélags Íslands

Konur í meirihluta í fyrsta sinn.

5. júl. 2022

Tilkynnt var um kjör nýrrar stjórnar VFÍ á aðalfundi félagsins í lok apríl. Svana Helen Björnsdóttir var endurkjörin formaður félagsins, varaformaður er Páll Á. Jónsson. Það er vert að geta þess að konur eru nú í fyrsta sinn í meirihluta í stjórn VFÍ.

Meðfylgjandi mynd er af nýrri stjórn Verkfræðingafélags Íslands ásamt framkvæmdastjóra. Neðri röð frá vinstri: Guðrún A. Sævarsdóttir, Svana Helen Björnsdóttir formaður og Þröstur Guðmundsson. Efri röð frá vinstri: Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ, Anna Beta Gísladóttir, Páll Á. Jónsson varaformaður VFÍ og formaður Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi, Margrét Elín Sigurðardóttir formaður Kjaradeildar VFÍ og Erlendur Örn Fjeldsted.