Nýtt orlofshús og vetrarúthlutun
Orlofssjóður VFÍ býður nú upp á þriðja orlofshúsið í Klapparholti í Borgarfirði. Bústaðurinn er mjög svipaður hinum tveimur. Myndir verða settar inn á orlofsvefinn fljótlega.Eins og áður er orlofsdvöl í vetrarfríum grunnskólanna auglýst sérstaklega. Á því tímabili er úthlutað eftir punktastöðu. Í annarri viku janúar verður opnað fyrir umsóknir fyrir vikurnar tvær í lok febrúar (eru nú merktar gráu á orlofsvefnum).
Páskaúthlutun verður síðan auglýst síðar í janúar.
Upplýsingar um Orlofssjóð VFÍ.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla