Orlofsdvöl í vetrarfríi - úthlutun lokið
Frestur til að greiða er til hádegis þriðjudaginn 3. janúar.
Úthlutun Orlofssjóðs VFÍ á orlofsdvöl í vetrarfríi í febrúar 2023 er lokið. Þau sem sóttu um hafa fengið upplýsingar í tölvupósti. Frestur til að greiða úthlutun er til hádegis þriðjudaginn 3. janúar. Frá og með miðvikudeginum 4. janúar kl. 9:00 geta þau sem fengu synjun bókað vikur sem þá eru lausar. Þá gildir reglan fyrstur bókar, fyrstur fær.
Úthlutað var eftir punktaeign félagsmanna, sá sem flesta hefur punktana fékk umbeðna viku.