• snjokall

Orlofsdvöl í vetrarfríum - sækja um

Umsóknarfrestur er til 18. febrúar.

8. jan. 2018

Nú geta sjóðfélagar í Orlofssjóði VFÍ sótt um orlofsdvöl í vetrarfríum grunnskólanna. Um er að ræða vikurnar 15. febrúar 2018 til 1. mars 2018.

Umsóknarfrestur er til 18. janúar. Punktafrádráttur er sá sami og að sumri, 36 punktar.

Stefnt er að því að niðurstöður úthlutunar verði auglýstar með tölvupósti til umsækjenda eigi síðar en mánudaginn 22. janúar.

Sótt er um á orlofsvef OVFÍ; www.orlof.is/vfi (Velja „umsókn um úthlutun“ á stikunni).

Vetrar- og páskafrísvikum er sem fyrr  úthlutað  eftir punktaeign félagsmanna. Frádráttur fyrir úthlutun er 36 punktar (sama og að sumri).

Úthlutun vegna páskavikunnar 29. mars til 5. apríl 2018 verður auglýst sérstaklega.

Vikan kostar 19 þúsund krónur. Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara  myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.

 Upplýsingar um orlofssjóðinn.