• haustlauf

Orlofsúthlutun lokið

Munið að greiða!

26. sep. 2017

Orlofsúthlutun OVFÍ fyrir vetrarfrí í október 2017 er lokið. Þeir sem fengu samþykkta umsókn þurfa að greiða fyrir dvölina eigi síðar en kl. 14 þriðjudaginn 3. október.

Frá kl. 8:00 miðvikudaginn 4. október geta þeir sjóðfélagar OVFÍ sem sóttu um orlofsvikur en fengu synjun skoðað lausar og ógreiddar vikur, sótt um og bókað. Þá gildir reglan fyrstur kemur, fyrstur fær.

Mánudaginn 9. október verða allar vikur sem út af standa, og þær sem hugsanlega hafa dottið inn eftir úthlutunina, lausar til umsóknar. Orlofsvefur VFÍ verður þá opinn öllum sjóðfélögum til bókunar ef eitthvað er ennþá laust. Hér gildir einnig reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.