• Krokusar

Páskaúthlutun lokið

Frestur til að ganga frá greiðslu er til 14. mars.

1. mar. 2022

Búið er að úthluta orlofsdvöl um páskana 2022 hjá Orlofssjóði VFÍ.

Þau sem fengu úthlutað eru beðin um að ganga frá greiðslu eigi síðar en mánudaginn 14. mars. Einfaldast er að skrá sig inn á orlofsvef VFÍ og velja „Greiða úthlutun" og ganga frá greiðslu.
Ef ekki er greitt fyrir þann tíma verður húsið leigt öðrum, sem fengu synjun.

Athugið að ekki verður send út áminning til félagsmanna um ógreidda orlofsviku.

Þau sem fengu synjun hafa líka fengið tölvupóst. Ástæða synjunar er líklega sú punktastaða er lægri en annarra sem sóttu um eða sótt var um of fáa valkosti.

Frá og með þriðjudeginum 15. mars geta þeir sem fengu synjun bókað ef eitthvað hefur ekki verið greitt af því sem var úthlutað. Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.