Páskaúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Umsóknarfrestur var til 21. febrúar.

23. feb. 2023

Niðurstöður páskaúthlutunar Orlofssjóðs VFÍ liggja fyrir og þau sem sóttu um hafa fengið tölvupóst. Þau sem fengu úthlutað þurfa að greiða eigi síðar en föstudaginn 3. mars.  Frá og með mánudeginum 6. mars kl. 9:00 geta þau sem fengu synjun bókað ef eitthvað hefur ekki verið greitt af því sem var úthlutað. Athugið að ganga þarf frá greiðslu um leið og bókað er.


 

Umsóknarfrestur vegna páskaúthlutunar var auglýstur með tölvupósti til sjóðfélaga 6. febrúar, á vef VFÍ og á Facebooksíðu félagsins. 

Umsóknarfrestur er til og með 21. febrúar. Stefnt er að því að úthluta fimmtudaginn 23. febrúar.

Leigutíminn er 6. - 13. apríl 2022. Orlofsleiga er kr. 25.000.- (Nema stóra húsið, Álfasteinssund 21 í Hraunborgum kostar kr. 30.000.-).

Sem fyrr er úthlutað eftir punktaeign sjóðfélaga.

Punktafrádráttur er eins og að sumri og í vetrarfríum grunnskólanna, þ.e. 36 punktar. (Við almenna vetrarleigu er frádrátturinn 3 punktar).

Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun" á stikunni efst).

Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.

Á vef VFÍ eru greinargóðar upplýsingar um orlofssjóðinn:

https://www.vfi.is/styrkir-og-sjodir/orlofssjodur/

Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.