Procore - glærur og upptaka
Það var góð mæting á Samlokufundinn um pappírslausan verkstað. Jónas Halldórsson byggingarverkfræðingur og framkvæmdastjóri JTVerks sagði frá reynslu fyrirtækisins af innleiðingu og notkun á rafrænu, miðlægu verkefnastjórnunartóli, Procore forritinu. Einnig kynnti Catherine Agonis frá Procore forritið og möguleika tengdum því.
Markmiðið með notkun Procore er að nýta bestu tækni og aðferðir við stjórnun byggingarframkvæmda. Procore stuðlar að lágmarks pappírsnotkun, eykur hagræði og bætir stjórnun verkefna. Kerfið heldur utan um allt verkefnið á einum stað. Má þar nefna teikningar, verklýsingar, úttektarskýrslur, myndir, dagskýrslur, orðsendingar, samskipti o.fl.
Glærur JTVerk , glærur Procore og upptaka frá fundinum .
- Næsta færsla
- Fyrri færsla