Rafræn heimsókn í Háskólann í Reykjavík
Stjórn og Menntamálanefnd VFÍ heimsótti HR.
Stjórn VFÍ og Menntamálanefnd áttu nýverið fund með fulltrúum Háskólans í Reykjavík. Um nokkurt skeið hafði staðið til að heimsækja skólann en vegna COVID-19 var það ekki mögulegt og fundur á Teams því niðurstaðan. Á fundinum voru kynntar námsleiðir sem boðið er upp á innan Iðn- og tæknifræðideildar, Verkfræðideildar og Tölvunarfræðideildar. Farið var yfir stefnu, markmið og framtíðarsýn í starfsemi skólans. Einnig var kynnt rannsóknastarf innan skólans sem er mjög öflugt. Fulltrúar VFÍ gerðu grein fyrir þeim kröfum sem gerðar eru vegna lögverndaðra starfsheita og sýn félagsins á gæði og kröfur í verkfræði- og tæknifræðinámi.
Fundurinn var mjög gagnlegur og margt áhugavert sem þar var rætt. Boðað verður til framhaldsfundar fljótlega enda er það mat bæði VFÍ og HR að gott samstarf og sterk tengsl séu afar mikilvæg fyrir báða aðila, en ekki síst fyrir nemendur og kennara.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla