Rannsókn á viðhorfum til sjálfakandi ökutækja

Félagsmenn VFÍ eru hvattir til að leggja málinu lið og taka þátt.

15. apr. 2020

Tveir félagsmenn VFÍ eru í WISE-ACT , evrópskum samstarfshópi sem fjallar um áhrif og viðhorf til sjálfakandi ökutækja. Hópurinn safnar nú gögnum um viðhorf almennings til þessar nýju og byltingarkenndu tækni. Þetta er stærsta samhæfða rannsóknin á sjálfakandi ökutækjum sem framkvæmd hefur verið þvert á landamæri í Evrópu. Óskað er eftir þátttöku almennings í rannsókninni.

Í WISE-ACT hópnum eru um eitt hundrað fræðimenn frá 42 löndum Evrópu og víðar. Spurningalistinn var settur saman af einum vinnuhópnum. Arnór Bragi Elvarsson og Dr. Haraldur Sigþórsson, sem eru í WISE-ACT hópnum, þýddu yfir á íslensku. 

Að þeirra sögn gætu fengist mjög áhugaverðar niðurstöður úr rannsókninni. Viðhorf almennings gagnvart þessari tækni hafi ekki verið könnuð áður hér á landi. Jafnframt verði afar spennandi að sjá hvernig viðhorf almennings hér á landi eru í samanburði við önnur lönd.

Þátttaka í rannsókninni fer fram alfarið í gegnum netið og ætti að taka 15-20 mínútur. Spurningalistann má finna á íslensku á eftirfarandi vefslóð: https://wiseact.limequery.com/771711?lang=is

Athugið að þegar spurt er um mikilvæga/reglubundna ferð, er átt við ferð sem var farin áður en COVID-19 raskaði ferðum til muna.

Verkfræðingafélag Íslands hvetur félagsmenn til að taka þátt og dreifa spurningalistanum sem víðast.

Ef spurningar vakna má hafa samband beint við Arnór Braga Elvarsson (arnor.elvarsson@gmail.com)