Rýniferðin 2024 - Istanbúl
24. Rýniferðin verður dagana 27. september til 6. október.
RÝNIFERÐIR fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Nú er stefnt á 24. ferðina, að þessu sinni er ferðinni heitið til Istanbúl í Tyrklandi dagana 27. september til 6. október. Ferðin er opin öllum félagsmönnum VFÍ ásamt maka eða öðrum ferðafélaga.
Auk almennra skoðunarferða um Istanbúl fyrir allan hópinn verður farið í heimsóknir í fyrirtæki og stofnanir á svæðinu. Dagskráin er unnin í samstarfi við hjónin Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Hjörleif Sveinsbjörnsson sem bjuggu í Istanbúl í tæp fjögur ár. Ingibjörg og Hjörleifur munu koma með í ferðina og verða hluti af fararstjórateyminu á staðnum.
Skráningar
Tekið verður við skráningum frá og með miðvikudeginum 21. febrúar kl. 9:00 á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is
Skráningar fyrir þann tíma eru ekki teknar gildar.
Hámarksfjöldi þátttakenda er 100 manns. Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær. Eftirfarandi upplýsingar skulu koma f ram við skráningu: Nafn þátttakanda – kennitala – netfang – símanúmer.
Ferðin var fyrst auglýst á vef VFÍ 30. janúar og sama dag var tölvupóstur sendur til félagsmanna. Seinni tölvupóstur var sendur 16. febrúar.