Rýnisferðin 2018 - Dagskrá
Skráning hefst 23. janúar kl. 9:00.
Frá undirbúningsnefnd Rýnisferðar 2018.Nú liggja fyrir drög að dagskrá Rýnisferðarinnar til Singapúr dagana 22. - 30. september og í framhaldi gefst kostur á vikuferð til eyjarinnar Balí í Indónesíu. Rýnisferðir hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands og hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda.
Í framhaldi af Rýniferðinni gefst þáttakendum kostur á að fara í vikuferð til eyjarinnar Balí í Indónesíu. Gert er ráð fyrir allt að 150 manns í Rýnisferðina, þá miðast ferðaáætlun við að allt að 120 manns af þeim hópi framlengi ferðina til Balí. Þátttakendur sem eingöngu taka þátt i Rýnishlutanum 22. – 30. september munu fljúga gegnum Kaupmannahöfn til og frá Singapúr.
Ath! Upplýsingar um verð eru aftast í skjalinu hér fyrir neðan. Viðbótarkostnaður vegna dvalar á Balí fer eftir hvor gististaðurinn er valinn. Innifalið í uppgefnu verði er þriggja klukkustunda flug til Balí, rúta til og frá flugvelli, gistingin með morgunmat.
Verð, drög að dagskrá, gististaðir.
Ferðatilhögun
Gert er ráð fyrir að hópnum verði skipt upp og verður flogið í gegnum Kaupmannahöfn og London. Brottför og heimkoma þarf að vera frá sömu borg. Þátttakendur verða sjálfir að koma sér til London eða Kaupmannahafnar. Flogið verður til og frá Singapúr með Boeing 777-300 ER flugvélum Singapore Airlines.
Brottfarartímar til Singapúr:
Frá Kaupmannahöfn 22. september kl 12:30. Lending í Singapúr kl. 6:30. (Flugtími 11 klukkustundir, beint flug).
Frá London (Heathrow) 22. september kl. 11:25. Lending í Singapúr kl. 7:45. (Flugtími 12 klukkustundir, beint flug).
Heimferð Rýnishlutinn:
Frá Singapúr til Kaupmannahafnar 29. september kl. 23:50. Lending í Kaupmannahöfn 30. september kl. 6:25).
Heimferð frá Bali:
Frá Balí 6. október síðdegis / kvöld gegnum Singapúr til London og Kaupmannahafnar. Lending að morgni 7. október um kl. 6.
Skráningar
Tekið verður við skráningum frá og með þriðjudeginum 23. janúar kl. 9:00 á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is
Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær.
Athugið! Skráningar sem berast fyrir þann tíma eru ekki teknar gildar. Að loknum skráningum eða eigi síðar en 30. janúar verður send út beiðni um greiðslu staðfestingargjalds sem er kr. 50.000.- á farþega sem greiða skal fyrir 6. febrúar. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema takist að fylla sæti þeirra sem kunna að forfallast.
Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum VFÍ ásamt mökum.
Með ferðakveðju,
Jóhannes Benediktsson, Hreinn Ólafsson og Þorvarður Jóhannesson.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla