• singapúr

Rýnisferðin 2018 - Singapúr og Balí

Skráning hefst 23. janúar.

14. des. 2017

Frá undirbúningsnefnd Rýnisferðar 2018

 Ágætu tæknifræðingar og verkfræðingar.

Nú er í undirbúningi nítjánda Rýnisferðin. Ferðir þessar hófust árið 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands og hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Að þessu sinni verður farið  til Singapúr dagana 22. - 30. september og í framhaldi gefst kostur á vikuferð til eyjarinnar Balí í Indónesíu. 

Gert er ráð fyrir að hámarki 150 manns í ferðina þá er miðað við að allt að 120 af þeim hópi framlengi ferðina til Balí. Þátttakendur sem eingöngu taka þátt i Rýnishlutanum 22. – 30. september  munu fljúga gegnum Kaupmannahöfn til og frá Singapúr. 

Ferðatilhögun 

singapúrGert er ráð fyrir að hópnum verði skipt upp og verður flogið í gegnum Kaupmannahöfn og London. Reiknað er með að farþegar sjái sjálfir um að koma sér til London eða Kaupmannahafnar. Flogið verður til og frá Singapúr með Boeing 777-300 ER flugvélum Singapore Airlines. 

Brottfarartímar til Singapúr:
Frá Kaupmannahöfn 22. september  kl 12:30. Lending í Singapúr  kl. 6:30. (Flugtími 12 klukkustundir, beint flug).

Frá  London (Heathrow)  22. september kl. 11:25. Lending í Singapúr kl. 7:45. (Flugtími 13 klukkustundir, beint flug). 

Heimferð  Rýnishlutinn:
Frá Singapúr til Kaupmannahafnar 29. september kl. 23:50.  Lending í Kaupmannahöfn  30. september kl. 6:25).

Heimferð frá Bali:
Frá Balí  6. október  síðdegis / kvöld gegnum Singapúr til London og Kaupmannahafnar. Lending að morgni 7. október um kl. 6. 

Dagskrá í Singapúr

singapurEndanleg dagskrá liggur ekki fyrir. Þó er gert ráð fyrir  3-4  skoðunarferðum með innlendum fararstjórum  þar sem skoðaðar verða markverðustu byggingar borgarinnar, brýr, garðar og   söfn auk þess sem framkvæmdasvæði verður heimsótt. Nánari dagskrá verður auglýst um miðjan janúar. 

Gististaðir

Singapúr. Gist verður   á Furama City Center hotel  sem er glæsilegt fjögurra stjörnu hótel í  miðbæ Singapúr. Morgunmatur innifalinn. 

Balí. Boðið verður upp á eftirtalda gistimöguleika í borginni Sanur dagana 29. september til 6. október.

  1. Swiss-BelResort Watu Jimbar. Fjögurra stjörnu, 350 herbergja hótel sem er 300 metra frá ströndinni. Morgunmatur innifalinn.
  2. Hotel Fairmont Sanur. Afar glæsilegt fimm stjörnu, 120 herbergja lúxus hótel við ströndina. Stærð herbergja er 90 fermetrar auk 30 fermetra svala. Morgunmatur innifalinn. 

Áætlaður kostnaður á hvern farþega, frá Kaupmannahöfn eða London:

Rýnispakkinn til Singapúr: Kr. 225.000.- í tveggja manna herbergi, 295 þúsund í eins manns herbergi. Innifalið  flug, rútur til og frá flugvelli, hótelgisting með morgunmat, skoðunarferðir, tveir  kvöldverðir o.fl. 

Balí - viðbótarkostnaður. (Þriggja klukkustunda flug, rúta til og frá flugvelli, gisting með morgunmat):

Hotel Sviss- BelResort Jimbar:  Tveggja manna herbergi kr. 75.000.- Eins manns herbergi kr. 110.000.- 

Hotel Fairmont Sanur: Tveggja manna herbergi kr. 150.000.- Eins manns herbergi kr. 255.000.- 

Skráningar

Tekið verður við skráningum frá og með þriðjudeginum 23. janúar kl. 9:00 á netfangið: skrifstofa@verktaekni.is

Við röðun skráningar gildir fyrstur skráir, fyrstur fær.
Athugið! Skráningar sem berast fyrir þann tíma eru ekki teknar gildar.  Að loknum skráningum eða eigi síðar en 30. janúar verður send út beiðni um greiðslu staðfestingargjalds sem er kr. 50.000.- á farþega sem greiða skal fyrir 6. febrúar. Staðfestingargjald er ekki endurgreitt nema takist að fylla sæti þeirra sem kunna að forfallast.

Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum VFÍ ásamt mökum.

Með ferðakveðju,

Jóhannes Benediktsson

Hreinn Ólafsson