Rýnisferðin 2022 - EXPO - Dubai - Abu Dhabi

Einstakt tækifæri í glæsilegri ferð.

15. jún. 2021

Rýnisferðin 2022 verður til Dubai og Abu Dhabi dagana 19. - 27. febrúar 2022.

RÝNISFERÐIR VFÍ fyrir tæknifræðinga og verkfræðinga sem hófust 1998 á vegum Tæknifræðingafélags Íslands hafa frá upphafi notið mikilla vinsælda. Nú er stefnt á 21. ferðina og að þessu sinni verður farið til Dubai þar sem megin tilgangur ferðarinnar er að heimsækja EXPO 2020 heimsýninguna sem verður opin frá 1. október 2021 - til 31. mars 2022. 

Búist er við 20 milljón gestum á sýninguna. Opnun sýningarinnar var frestað sl. haust vegna Covid faraldursins. Auk EXPO verða skoðuð  nokkur af áhugaverðustu mannvirkjum heims sem hafa verið reist í Dubai og Abu Dhabi á síðustu árum. Eins og áður er ferðin opin öllum félagsmönnum VFÍ ásamt mökum. Gert er ráð fyrir allt að 150 manns í þessa ferð.

Skráning hefst þriðjudaginn 24. ágúst nk. kl. 9:00.

Nánar um ferðina.