• singapúr

Rýnisferðin - fleiri sæti

2. feb. 2018

Ferðanefnd hefur náð að tryggja 35 viðbótarsæti í ferðina til Singapúr. Póstur var sendur til þeirra sem voru efstir á biðlista. Þrátt fyrir þetta er enn stór hópur á listanum.

Gert er ráð fyrir að 172 úr hópnum muni framlengja dvölina á Balí.

Fjölgun þátttakenda mun hafa einhver áhrif á dagskrána en það verður kynnt síðar.

Til staðfestingar á þátttöku í Rýnisferðina skal greiða kr. 50.000.- á mann eigi síðar en miðvikudaginn 7. febrúar. Þeir sem ekki hafa greitt fimmtudaginn 8. febrúar verða teknir af þátttökulista og öðrum boðin þátttaka.

Greiða skal inn á reikning  0334-26-000187 kt. 680269-6299 Verkfræðingafélag Íslands.

Kvittun sendist á netfangið: gurry@verktaekni.is

Athugið:

Staðfestingagjald fæst einungis endurgreitt að hluta ef  annar þátttakandi kemur í ferðina í stað þess sem forfallast. Komi annar farþegi inn  endurgreiðast 36.000 krónur þetta ræðst þó eitthvað af því hvenær forföll eiga sér stað.