Samningur við FRV samþykktur
Niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu.
Niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu um kjarasamning Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) liggja fyrir. Samningurinn var naumlega samþykktur. Já sögðu 50,8%. Nei sögðu 49,2%. 607 voru á kjörskrá og þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 59,3%.
Innihald samningsins
Þann 29. maí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV). Þessi samningur hefur nú verið samþykktur.
Samningurinn felur í sér samsvarandi launahækkanir og ákvæði um styttingu vinnuvikunnar og hagvaxtarauka og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl 2019. Að auki felur samningurinn í sér eingreiðslu upp á kr. 26.000.- sem samsvarar orlofsuppbótarauka skv. lífskjarasamningnum. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru eftirfarandi:
1. maí 2019. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.000.-
1. júní 2019. Eingreiðsla kr. 26.000.-
1. apríl 2020. Hækkun mánaðarlauna um kr. 18.000.-
1. janúar 2021. Hækkun mánaðarlauna um kr. 15.750.-
1. janúar 2022. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.250.-
- Næsta færsla
- Fyrri færsla