• fuglar í oddaflugi

Samnorræn könnun á hæfniþróun

16. júl. 2018

Félagsmenn VFÍ hafa fengið tölvupóst með upplýsingum um samnorræna könnun á hæfniþróun á vinnumarkaði. Könnunin er gerð að frumkvæði ANE (Association of Nordic Engineers) sem VFÍ er aðili að. 
Með hæfniþróun er til dæmis átt við nám, námskeið, fyrirlestra, ráðstefnur, verkefnavinnu og sjálfsnám sem snýr að grunnmenntun, innan og utan vinnutíma.

Markmiðið með könnuninni er að fá yfirlit yfir stöðu mála í hverju landi fyrir sig og ekki síst gera samanburð milli landa. Könnun af þessu tagi hefur ekki verið gerð áður.

Við hjá VFÍ vonumst til að geta lært af nágrannaþjóðunum, og þeir vonandi af okkur, en til þess þarf þátttakan að vera góð.