Samnorræn könnun um gervigreind
Nota félagsmenn gervigreind í vinnunni?
Félagsmenn Verkfræðingafélagsins hafa fengið boð um að taka þátt í samnorrænni könnun um gervigreind. Könnunin er gerð meðal félagsmanna félaga verkfræðinga og tæknifræðinga á Norðurlöndunum. Við hvetjum félagsmenn til að svara....það tekur einungis örfáar mínútur!
Markmiðið er að afla upplýsinga til dæmis um hvort og þá hvernig félagsmenn nota gervigreind í störfum sínum, hvort vinnustaðir hafa markað stefnu um notkun hennar o.s.frv. Þá gefst svarendum kost á að skrá sig á póstlista áhugahóps um gervigreind sem mun starfa innan VFÍ.
Samanburður á niðurstöðum milli Norðurlandanna verða birtar á vettvangi ANE (Association of Nordic Engineers). Niðurstöður VFÍ verða birtar á vef félagsins og notaðar í faglegu starfi á sviði gervigreindar.
Maskína sér um framkvæmd könnunarinnar. Verkfræðingafélagið hefur ekki aðgang að svörum og ekki er unnt að rekja þau til þátttakenda.
Þeim sem ekki hafa fengið könnunina er bent á að skoða vel ruslpóstinn og einnig flipana í gmail þar sem auglýsingapóstur lendir gjarnan. - Einnig má senda póst á netfangið tilkynningar@verktaekni.is