Samráðsfundur VFÍ og Háskólans í Reykjavík
Fundað um samsetningu náms, starfsheiti og nánara samstarf.
Fulltrúar Verkfræðingafélags Íslands og Háskólans í Reykjavík hittust nýverið á samráðsfundi í Verkfræðingahúsi. Fundurinn var framhald af Teams fundi sem haldinn var fyrr á árinu. Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ kynnti starfsemi félagsins og Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri félagsins kynnti möguleika á tölfræðilegri úrvinnslu úr félagakerfinu, m.a. samsetningu stéttarinnar með tilliti til kyns, aldurs, fagsviða o.s.frv. Steindór Guðmundsson formaður Menntamálanefndar VFÍ gerði grein fyrir reglum sem gilda um starfsheitin verkfræðingur og tæknifræðingur og störf nefndarinnar. VFÍ er falið af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti að veita umsagnir um starfsheitisumsóknir og eru menn sammála um að starfsheitin séu gæðastimpill sem nauðsynlegt sé að viðhalda. Menntamálanefnd VFÍ í setur reglur í samvinnu við ráðuneytið, sem auglýsir hvaða nám telst leiða til fullnaðarprófs í verkfræði og tæknifræði. Nú er meðal annars til sérstakrar skoðunar staða grunnfaga eins og eðlisfræði í BS-námi í verkfræði.
Luca Aceto deildarforseti Tölvunarfræðideildar kynnti samsetningu námsins í hugbúnaðarverkfræði, sögu greinarinnar og skilgreiningu á fræðunum. Gísli Hjálmtýsson forseti Tæknisviðs HR fór yfir tölfræði um nemendur í tölvunarfræði og verkfræði, hver staðan er og benti á þá staðreynd að hörð alþjóðleg samkeppni eru um tæknimenntaða nemendur.
Stefnt er að því að auka enn frekar samstarf VFÍ og HR þar sem sameinast verður um þróun tæknisamfélags á Íslandi," eins og Gísli orðaði það. Þetta felst meðal annars í reglulegum fundum fulltrúa HR og VFÍ.
- Næsta færsla
- Fyrri færsla