Samtal um þjóðaröryggi

Fundir á vegum Þjóðaröryggisráðs í samstarfi við Alþjóðamálastofnun HÍ og Verkfræðingafélag Íslands.

23. sep. 2019

Haustið 2019 stendur Þjóðaröryggisráð í samstarfi við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands, Verkfræðingafélag Íslands og fleiri aðila fyrir tveimur opnum fundum og einni ráðstefnu um fjölþátta ógnir (e. hybrid threats). Fyrri fundurinn var um Lýðræði og fjölþáttaógnir. Seinni fundurinn tekur á Tækni og grunngildum.

Samtal um þjóðaröryggi - Tækni og grunngildi

Opinn fundur miðvikudaginn 25. september kl. 10 - 12 í Norræna húsinu.
Fundarstjóri: Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ.

Birtingarmyndir fjölþátta ógna geta verið margvíslegar og haft víðtæk áhrif á samfélög en á þessum fundi verður áherslan á tækniþróun og áhrif hennar á grunngildi þess samfélags sem við búum í.

Opnunarávarp: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.

Frummælendur:
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar
Þór Matthíasson, þróunarstjóri hjá Svartagaldri

Að erindum loknum munu Sigurður Emil Pálsson, formaður Netöryggisráðs og Huginn Freyr Þorsteinsson, sérfræðingur hjá Aton.Jl taka þátt í pallborðsumræðum ásamt frummælendum.

Fundurinn fer fram á íslensku og er opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.