• ristilspeglun tæki

Skimun á ristilkrabbameini

Einstakt átak.

23. feb. 2018

Sjúkra- og styrktarsjóðir VFÍ hafa gert samning við Miðstöð meltingarlækninga um framhald á átaki í skimun á ristilkrabbameini. Markmið átaksins er að veita fræðslu og beita forvarnaraðgerðum gegn krabbameini í meltingarvegi. Kynningarfundur var haldinn miðvikudaginn 21. febrúar. Sjóðirnir hafa tvisvar áður staðið fyrir slíku átaki með góðum árangri og eru fyrstu, ef ekki einu, sjúkra- og styrktarsjóðir hér á landi sem hafa gert slíkt. 

Á fundinum kom fram að um er að ræða bestu mögulega forvarnaraðgerð gegna ristilkrabbameini. Ef speglunin sýnir ekkert óeðlilegt þarf ekki að endurtaka hana fyrr en eftir 8 - 10 ár.

Upptaka frá fundinum.

Athugið að sjóðfélagar fæddir 1968 og eldri fá boð um að mæta í ristilspeglun.

Tekið skal fram að ef þörf er á frekari læknismeðferð, greiða Sjúkratryggingar Íslands venjulegt framlag og einstaklingurinn sjúklingagjaldið til dæmis ef vefjasýni er tekið til rannsóknar. Athugið að sjóðfélagi greiðir að fullu úthreinsiefnið sem notað er fyrir speglun.

Þau sem hafa áður farið í ristilspeglun vegna átaksins eiga ekki að fara aftur núna. Þau eru á skrá hjá Miðstöð meltingarlækna og verða boðuð aftur ef þörf er á samkvæmt niðurstöðum fyrri speglunar. Þá er um að ræða endurkomu eftir þrjú eða fimm ár. Í þeim tilvikum sækir hver og einn um styrk hjá viðkomandi sjóði. 

Pantið tíma sem fyrst með því að senda tölvupóst til ritara á Miðstöð meltingarlækninga: gudrung@laeknastodin.is  eða hringið í síma: 535 6800 og takið fram að þið séum á vegum VFÍ. Koma þarf fram að viðkomandi sé sjóðfélagi (sjúkra- eða styrktarsjóði VFÍ), nafn, kennitala og símanúmer. Einnig að taka fram ef þið eruð á blóðþynningarlyfjum. Síðan verður hringt í viðkomandi, gefinn tími og farið yfir leiðbeiningar um undirbúning. 

Speglanirnar verða framkvæmdar á laugardögum. Við hvetjum sjóðfélaga til að panta tíma sem fyrst.

Ítarlegri upplýsingar

  • Sjóðfélagar fæddir 1968 og eldri fá tölvupóst frá skrifstofu VFÍ með boði um að panta tíma í ristilspeglun. Á vef VFÍ eru allar helstu upplýsingar.
  • Ristilspeglanirnar verða framkvæmdar á laugardögum.
  • Ristilkrabbamein er eitt af fáum krabbameinum með góðkynja forstig, svokallaða sepa, sem eru fjarlægðir í ristilspegluninni. Ef engir separ finnast er ekki þörf á að koma aftur fyrr en að 8 - 10 árum liðnum. Fáar forvarnaraðgerðir bjóða upp á slíkt öryggi.
  • Ef separ finnast eru þeir fjarlægðir, sem fyrr segir, viðkomandi fer á lista og er kallaður inn til skoðunar eftir þörfum, í mörgum tilvikum að fimm árum liðnum.
  • Við ristilspeglun finnast separ hjá 30% þeirra sem eru 50 ára og eldri. Fæstir separ verða illkynja en ekki er hægt að greina hverjir þeirra verða illkynja mein og hverjir ekki. Því eru allir separ sem finnast fjarlægðir.
  • Upplýsingar um undirbúning vegna ristilspeglunar.
  • Myndband um krabbamein í ristli og endaþarmi.