• Fjoll_pm

Staða kjarasamninga og gildistími

Skammtímasamningar í gildi og undirbúningar kjaraviðræðna hafinn.

15. maí 2023

Síðastliðna mánuði hafa staðið yfir kjaraviðræður við marga viðsemjendur Verkfræðingafélags Íslands. Flestum samningum er lokið. Í öllum tilvikum er um skammtímasamninga að ræða og því ljóst að undirbúningur næstu kjaraviðræðna hefst í kjölfar undirritunar samninga. 

Yfirlit yfir stöðu kjarasamninga VFÍ

Orkuveita Reykjavíkur - Félagsmenn VFÍ höfnuðu kjarasamningi sem undirritaður var 31. mars sl. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara.
Samband íslenskra sveitarfélaga - Félagsmenn VFÍ samþykktu kjarasamning sem var undirritaður 21. apríl sl. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Ríki - Félagsmenn VFÍ samþykktu kjarasamning sem undirritaður var 26. apríl sl. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Reykjavíkurborg - Félagsmenn VFÍ samþykktu kjarasamning sem undirritaður var 3. maí sl. Samningurinn gildir frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.
Rarik - Samningaviðræður standa yfir. Samningurinn hefur verið laus frá 1. nóvember 2022. 

Félag ráðgjafarverkfræðinga - Samningur undirritaður 22. desember 2022 og samþykktur í byrjun árs 2023. Samningurinn gildir frá 1. janúar 2023 til og með 31. mars 2024.

Samtök atvinnulífsins - Ótímabundinn réttindasamningur. Gildistími frá 8. júlí 2021.

Sjá nánar hér um alla gildandi kjarasamninga VFÍ.