• Isl_4-1-

Staða kjarasamninga - Orlofsuppbót

Kjaraviðræður standa yfir. Samningur við SA er ótímabundinn.

29. apr. 2019

Samningur Verkfræðingafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins er ótímabundinn réttindasamningur sem inniheldur hvorki launatöflur né prósentuhækkanir en miða skal við laun á markaði hverju sinni. Sjá hér.
SA hefur nú gert samning við þorra launamanna, verkafólk og verslunarmenn og hefur ný kaupgjaldsskrá verið birt á vef SA.  

Launabreytingar frá og með 1. apríl eru eftirfarandi:

  • Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.-
  • Orlofsuppbót er kr. 50.000.- frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla kr. 26.000.- sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
  • Desemberuppbót er kr. 92.000.- á árinu 2019.

Sjá nánar um Lífskjarasamninginn 2019 - 2022 á vef SA.

Aðrir kjarasamningar

Ekki hefur verið samið við aðra viðsemjendur en undirbúningur er hafinn og viðræðuáætlanir samþykktar.  Það eru: RARIK, Ríki og Reykjavíkurborg, Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV), OR, OR-veitur, ON og Samninganefnd sveitarfélaga. 

Orlofsuppbót

Orlofsuppbót á almennum markaði er samtals kr. 76.000.- (þar af eingreiðsla skv. nýjum samningi kr. 26.000.-). miðað við fullt starf. 

Orlofsuppbót er ekki greidd samkvæmt samningi VFÍ við FRV (Félag ráðgjafarverkfræðinga).

Uppbótin greiðist þann 1. júní miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi fyrstu viku í maí.