Stefnuyfirlýsing Engineers Europe 2024
Samtök félaga verkfræðinga og tæknifræðinga í Evrópu.
Engineers Europe hefur birt stefnuyfirlýsingu fyrir árið 2024. Þar er að finna almennar upplýsingar um samtökin og helstu verkefni. Félög verkfræðinga og tæknifræðinga í 33 Evrópulöndum eiga aðild að Engineers Europe. Verkfræðingafélag Íslands tekur virkan þátt í starfi samtakanna og situr Svana Helen Björnsdóttir formaður VFÍ í stjórn þeirra.